Námsmatsdagur – varða nr. 2
Fimmtudagurinn 28. október er námsmatsdagur (varða nr. 2). Að öllu jöfnu fellur kennsla niður þennan dag, en nemendur gætu þurft að mæta í viðtal hjá kennara eða ljúka einhverjum verkefnum. Kennarar munu senda upplýsingar um það til nemenda.