10 ára afmæli MB

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Í dag var haldið uppá 10 ára afmæli Menntaskóla Borgarfjarðar í húsakynnum skólans. Við þökkum öllum þeim sem komu og tóku þátt í deginum með okkur á einn eða annan hátt kærlega fyrir. Ársæll Guðmundsson fyrsti skólameistari MB ávarpaði samkomuna og sagði frá tilurð skólans á skemmtilegan máta. Sveitarstjóri Borgarbyggðar Gunnlaugur Júlíusson talaði um mikilvægi skólastofnanna í sveitarfélaginu og hversu ríkt samfélagið okkar væri að eiga skóla á öllum skólastigum. Bjarki Þór Grönfeldt útskrifaður nemandi frá MB talaði um tölvuvæðinguna, snjallsímana og áhrif tækninnar á nemendur. Þá hrósaði hann MB fyrir það að hafa brugðist við tölvuvæðingunni með framsýni í tæknimálum ásamt því að bjóða nemendum sínum uppá fría sálfræðiþjónustu. Vilhjálmur Egilsson stjórnarformaður MB ræddi um mikilvægi þess að halda áfram góðu starfi og að nemendur skiptu öllu máli. Þrír fyrrverandi nemendur fluttu hátíðargestum tónlistaratriði. Selma Rakel Gestsdóttir söng fyrir okkur lagið Yours, Ingibjörg Jóhanna Kristjánsdóttir söng lagið One night only en Jóhannes Magnússon spilaði frumsamið lag á flygilinn. Að lokum var gestum boðið uppá kaffiveitingar og myndasýningar. Afmælishátíðin var í alla staði vel heppnuð og erum við velunnurum skólans innilega þakklát. Stjórnendur MB vilja auk þessa koma á framfæri þakklæti til þeirra sem færðu skólanum gjafir í tilefni þessara tímamóta.