Menntskælingar í útvarpi

sissi Fréttir

first-public-radio-broadcast

Jólaútvarp Óðals fór í loftið í gærmorgun 12. des með pompi og prakt þar sem unglingar grunnskólans í Borgrnesi standa fyrir fjölbreyttri útvarpsdagskrá. Okkar fólk hér í Menntaskóla Borgarfjarðar lætur ekki sitt eftir liggja og tekur þátt í fjörinu. Nemendur MB standa fyrir tveimur þáttum, annars vegar mun leikfélagið Sv1 flytja þátt kl:16:00 í dag. Og fara yfir leikstarfið sem framundan er ásamt fleiru.

Á miðvikudagskvöld mun stjórn NMB flytja tveggja klukkustunda þátt um lífið, tilveruna og félagsstarfið í Menntaskóla Borgarfjarðar. Þátturinn hefst stundvíslega kl:20:00. og stendur til kl:22:00. Mímir verður opinn á meðan okkar fólk er í loftinu en þar mun jólaandinn ráða ríkjum með tilheyrandi jólastemningu piparkökum og kakói.