Í lok síðasta árs lét mennta- og menningamálaráðuneytið gera úttekt á starfi Menntaskóla Borgarfjarðar (MB) með það að markmiði að leggja mat á starfsemi skólans út frá þeim lögum, reglum og námsskrá sem skólinn vinnur eftir. Matskýrsla úttektaraðila kom út í lok janúar. Þar segir meðal annars að starfsemi skólans sé í góðu horfi, nemendum líði vel í skólanum, þeim er sýnt traust og færð ábyrgð á námi sínu. Jafnframt segir að stjórn skólans sé styrk, starfslið vel mannað og menntað og að jákvæður skólabragur einkenni skólann. Úttektar aðilar telja að upptökusvæði skólans sé skilgreint of þröngt og fjölga megi nemendum með því að kynna skólann víðar. Útvega þarf heimavistaraðstöðu að mati úttektaraðila og auka námsframboð skólans.