Síðastliðinn sunnudag var síðasta sýning á Línu Langsokki í uppsetningu Leikfélagsins Sv1. Starfsfólk MB er mjög stolt af leikhópnum og öllum þeim sem komu að sýningunni og vill þakka Geir Konráði Theodórssyni sérstaklega fyrir leikstjórn og utanumhald um sýningarnar og aðkomu grunnskólanemenda. Það var mjög góð aðsókn á leikritið og ánægjulegt að sjá blómlegt leiklistarlíf nemenda. Næsta verkefni í félagslífi skólans er árshátíð nemenda sem haldin verður fimmtudaginn 30. mars en þema hátíðarinnar er “Óskarinn” að þessu þinni. Félagslífið er öflugt um þessar mundir og alltaf eitthvað um að vera. Lífið gengur sinn vanagang og nemendur vinna ötullega að sínum verkefnum. Í MB er gott að vera starfsmaður og nemandi en ég læt þessi orð eins nemanda okkar verða lokaorðin í dag; “Í MB eru allir vinir, allir eitthvað bara að knúsast og hafa það kósý”.