Nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar heimsóttu leikskólann Ugluklett í gær og í dag. Þar fengu þau það það verkefni að stjórna hreyfistund sem stendur í 50 mínútur. Nemendur eiga að stjórna leikskólakrökkunum í leikjum og annarri hreyfingu. Hluti hópsins er í sal sem er í leikskólanum og er búinn ýmsum tækjum og tólum til hreyfingar. Hinn hlutinn er úti þar sem nemendur verða að nýta sér lóðina og það sem á henni er til að fá krakkana til að hreyfa sig af krafti. Hópurinn stóð sig mjög vel og allir voru sælir í lokin.
Fleiri myndir er að finna á facebook síðu skólans.