Hópur nemenda úr MB, ásamt kennurum er nú í Hollandi þar sem unnið er að Erasmus+ verkefni ásamt nemendum frá Hollandi, Spáni og Skotlandi. Verkefnið snýst um sjálfbærni og umhverfismál almennt. Fyrsti dagurinn fór í að kynnast hinum nemendunum og fá kynningu á því verkefni sem verið er að vinna og hefja vinnuna. Í gær fór hópurinn til Amsterdam og kynnti sér þar verk frumkvöðla/listamanna sem hafa sjálfbærni og endurnýtingu alls mögulegs að leiðarljósi. Í dag koma gestafyrirlesarar (nemendur) frá háskóla í Hollandi sem fræða hópinn um vatnsnotkun t.d. hversu mikið vatn fólk notar í eina sturtu og hversu mikið vatn þarf til að framleiða eitt epli. Á næstu önn munu Hollendingar, Skotar og Spánverjar heimsækja MB þar sem haldið verður áfram með verkefnið. Fleiri myndir má finna á facebook síðu skólans.