Í gær stóð Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir nýnemaferð í samstarfi við skólann en farið var með rútu til Reykjavíkur. Nemendur heimsóttu Reykjavík Escape þar sem þeim var skipt niður í nokkur herbergi en til að komast útúr herbergjunum þurftu hóparnir að leysa þrautir saman á innan við klukkustund. Einn hópurinn fór með framúrskarandi sigur úr býtum og vöktu aðdáun starfsmanna Reykjavík Escape, enda klárir krakkar í MB. Að þessu loknu var farið í stigaleik um borgina þar sem nemendur þurftu að leggja ýmislegt á sig til að fá stig svo sem að fá mynd af sér með túrista að gera gleraugu. Myndin sem fylgir fréttinni er lýsandi fyrir það. Að lokum var hópnum svo boðið uppá pizzu sem var kærkomin endir á frábærum degi.