Skólastarf á vorönn hefst mánudaginn 7. janúar næstkomandi. Nýnemar fá stundaskrár sínar sendar í tölvupósti 4. janúar en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá klukkan 8:20 þann 7. janúar. Stundaskrár eldri nemenda eru þegar aðgengilegar á Innu en þó með fyrirvara um lítilsháttar breytingar.
Skólagjöld fyrir vorönn eru 12.000 krónur og samanstanda af 7.000 króna innritunargjaldi og 5.000 króna þjónustugjaldi. Eindagi þessara gjalda er 4. janúar.
Bókalista og allar nánari upplýsingar um skólastarfið er að finna á heimasíðu skólans.