Föstudaginn 8. mars fóru 21 nemandi ásamt kennurunum Bjarna og Sössa í útivistarferð í Skálafell. Ferðin var liður í útivistaráfanga sem þeir félagar stýrðu fyrir hönd Menntaskóla Borgarfjarðar.
Upphafleg hugmynd var að skíða en þar sem við búum á Íslandi þar sem aldrei er hægt að treysta á veðrið var plan B til staðar frá upphafi skipulagningar. Það kom svo á daginn að ekki væri hægt að skíða og því var farið í gönguferðir, rennt sér á rassaþotum og umhverfið skoðað. Gist var eina nótt en á föstudagskvöldinu var kvöldvaka þar sem mikið var spilað á spil. Nemendur og kennarar eru sammála um að ferðin hafi jafnt verið fróðleg og skemmtileg og við gerum ráð fyrir að útivistaráfangi verði í boði á hverri önn við MB í framtíðinni.