enntaskóli Borgarfjarðar tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli. Verkefnið felst meðal annars í því að stuðla að aukinni vellíðan og árangri allra í skólasamfélaginu. Með það í huga ætla nemendur sem nú ganga menntaveginn í MB, kennarar og annað starfsfólk að breyta örlítið út af vananum þriðjudaginn 8. október næstkomandi. Þá stendur til að hlaupa, skokka eða ganga saman „Menntaveginn“ svokallaða. Um er að ræða um 1700 m vegalengd. Leiðin liggur frá MB, meðfram sjónum að leikskólanum Klettaborg og tilbaka niður Borgarbraut. Hlaupið/gangan hefst kl. 11:20 og öllum er velkomið að slást í hópinn