Nemendur í félagsfræði 304 hafa að undanförnu unnið að stofnun nýrra stjórnmálaflokka. Nemendur unnu í litlum hópum og lögðu drög að stefnuskrá flokkanna. Á föstudaginn var kynntu tveir nýir flokkar, The Captain og Hægri krossmenn, helstu stefnumál sín og svöruðu fyrirspurnum nemenda og kennara. Talsmenn The Captain skilgreina flokkinn sem miðjuflokk en enginn þurfti að fara í grafgötur um íhaldssemi Hægri krossmanna, sem meðal annars hyggjast draga úr atvinnuleysi með því að senda konur sem nú eru á vinnumarkaði inn í eldhúsin að nýju. Fleiri kynningar eru fyrirhugaðar nú í vikunni. Kennari í félagsfræði 304 er Ívar Örn Reynisson.