Kynning á sumarbúðum MUNDO í Borgarnesi

RitstjórnFréttir

MundoM_1415845

Þriðjudaginn  8. október kemur Margrét Jónsdóttir Njarðvík eigandi ferðaskrifstofunnar MUNDO í heimsókn til þeirra nemenda
skólans sem eru á aldrinum 16-18 ára. Þar mun hún kynna væntanlegar sumarbúðir MUNDO í Borgarnesi í ágúst 2014. Öllum ungmennum í Borgarnesi á aldrinum 14-18 ára er velkomið að taka þátt í sumarbúðunum. Í þeim felst að taka erlent ungmenni inn á heimilið á meðan á sumarbúðunum stendur og hugsa um viðkomandi eins vel og hægt er. Á móti býðst krökkunum í Borgarnesi að taka fullan þátt í dagskrá sumarbúðanna. Þannig fara krakkarnir á spænskunámskeið og á leiðtoganámskeið, taka verkefni í unglingavinnunni og kynnast því besta sem Borgarnes hefur uppá að bjóða. Um ræðir tækifæri fyrir krakka í Borgarnesi til að öðlast alþjóðlega reynslu, fara á

leiðtoganámskeið, læra spænsku og breyta síðustu vikum sumarleyfisins í hreinasta ævintýri. Kynningin hefst kl. 09.30 í stofu 202.

zp8497586rq