Fyrirlestur um jákvæð samskipti

RitstjórnFréttir

Asthor_0454589

Fimmtudaginn 10. október næstkomandi flytur Ásþór Ragnarsson sálfræðingur fyrirlestur um jákvæð samskipti í sal Menntaskóla Borgarfjarðar. MB  tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli sem hefur það meðal annars að markmiði að stuðla að vellíðan og auknum árangri allra í skólasamfélaginu. Höfuðáhersla verkefnisins er á fjögur viðfangsefni, þ.e. næringu, hreyfingu, geðrækt og lífsstíl og er eitt viðfangsefni tekið fyrir á hverju skólaári. Skólaárið 2013 – 2014 er röðin komin að geðrækt í MB og er fyrirlestur Ásþórs fluttur í tilefni þess.

Óhætt er að fullyrða að fyrirlesturinn verður líflegur og skemmtilegur. Hann hefst stundvíslega klukkan 11:00 og stendur í klukkustund.

zp8497586rq