Nýr áfangi í boði – Björgunarmaður 1

RitstjórnFréttir

neydarkallKynningarfundur vegna nýs valáfanga, sem nefnist Björgunarmaður 1, verður haldin í stofu 100 (bókasafni) föstudaginn 11. október næstkomandi og hefst kl. 9:50. Skráningu í áfangann lýkur þriðjudaginn 15. október kl. 16:00 og áformað er að kennsla hefjist föstudaginn 18. október. Áfanginn er kenndur í samstarfi við björgunarsveitirnar Brák, Elliða, Heiðar og Ok sem og Björgunarskóla Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Björgunarskóli Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sér um að halda námskeiðið Björgunarmann 1 fyrir nemendur MB skólaárin 2013-2014 og 2014-2015. MB leggur til umsjónarkennara 2-4 klst á viku að jafnaði sem og aðstöðu til bóklegs náms meðan á námskeiðinu stendur. Í náminu verður notast við fjarnámsáfanga Björgunarskóla. Björgunarskólinn leggur til leiðbeinendur fyrir verklega hluta í náminu.

Nemendur MB sem taka þátt í náminu, þurfa að vera 17 ára eða eldri og skráðir í einhverja þá björgunarsveit sem er aðili að samstarfinu. Sé ekki fullt á námskeiðið er yngri nemendum MB heimilt að sækja um þátttöku.

Björgunarsveitirnar greiða kostnað vegna námskeiðsgjalda Björgunarmanns 1 fyrir allt að 10 nemendur MB á ári fyrir 4 annir, næstu tvö skólaár eða fyrir allt að 20 nemendur alls.

zp8497586rq