Grunnnám björgunarsveita kennt í MB

RitstjórnFréttir

IMG_1406(1)Nýlega var skrifað undir samning þess efnis að Menntaskóli Borgarfjarðar mun á næstu tveimur árum bjóða upp á kennslu í Björgunarmanni 1 sem er grunnnám fyrir björgunarsveitafólk. Fjórar björgunarsveitir af svæðinu, Brák, Heiðar, Ok og Elliði auk Björgunarskóla Landsbjargar eru aðilar að samningnum. Markmið samningsins er að auka nýliðun í björgunarsveitunum og styðja ungt fólk til að afla sér þekkingar á útivist og slysavörnum. MB leggur til umsjónarkennara og aðstöðu til bóklegs náms en Björgunarskólinn leggur til leiðbeinendur fyrir verklegan hluta þess. Nemendur þurfa svo að taka þátt í starfi einnar af þeim björgunarsveitum sem koma að verkefninu.

Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari MB segir slíkt samstarf gott dæmi um hvernig frumkvæði heimaaðila getur stutt skólann og hjálpað honum að taka mið af þörfum nærsamfélagsins.

Sveitarfélagið Borgarbyggð og Norðurál taka þátt í kostnaði við verkefnið. Þóra Árnadóttir náttúrufræðikennari hefur umsjón með náminu af hálfu Menntaskóla Borgarfjarðar.

Myndin er tekin við undirskrift samningsins.

zp8497586rq