Menntaskóli Borgarfjarðar, með stuðningi Sóknaráætlunar Vesturlands og Arion Banka, heldur þann 19. maí stafræna ráðstefnu undir yfirskriftinni “Menntun fyrir störf framtíðarinnar”.
Hvernig ætlum við að undirbúa nemendur, skólakerfið og fyrirtækin fyrir hraðar breytingar næstu ára og hefur COVID-19 flýtt þessum breytingum?
Ráðstefnan hefst klukkan 09.00 og stendur til kl. 12.00.
Ráðstefna er hugsuð fyrir alla sem hafa áhuga á eða tengast menntun á einhvern hátt.
Sérstaklega er talað til þeirra sem vinna í menntageiranum, atvinnurekenda og nemenda sem oft gleymast í þessari umræðu.
Dagskrá og skráningarhlekk er að finna hér neðst á síðunni.
Fyrirlesarar
Gríðarlega sterkur hópur fyrirlesara ætlar að ræða sína framtíðarsýn og deila með okkur.
Lilja D. Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni.
Fyrri hluti ráðstefnunnar snýr að tækifærum í menntun og talar þar m.a. annars einn af stofnendum eins SALT sem er einn umtalaðisti skóli á Norðurlöndum þessa dagana. SALT býður upp á þriggja mánaða forritunarnám og lofar fastri vinnu og 550.000 króna byrjunarlaunum hjá mörgum af mest spennandi fyrirtækjum Norðurlandanna.
Ólafur Andri höfundur bókarinnar um 4. iðnbyltinguna lýkur fyrri helmingi ráðstefnunnar með því að útskýra betur hvernig staðan er í dag og hvað mun breytast á næstu misserum í atvinnulífinu og í kennslu.
Svo tekur atvinnulífið við. Þar munu m.a. annars þau Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Sigurlína Ingvarsdóttir starfsmaður hjá Bonfire Studios í LA tala. Sigurður hefur lagt mikla áherslu á hæfni atvinnulífsins í 4.iðnbyltingunni og Sigurlína átti einn besta fyrirlestur ársins á frumkvöðlaráðstefnunni Startup Iceland á síðasta ári.
Hjálmar Gíslason, raðfrumkvöðull, stofnandi og framkvæmdastjóri GRID lokar svo ráðstefnunni með erindinu Þegar framtíðin fékk spark í rassinn.
Í lokin verður boðið upp á panelumræður sem Þórdís Sigurðardóttir, nýráðin sveitastjóri Borgarbyggðar, mun stýra.
Hvað er stafræn ráðstefna?
Vegna samkomubanns og fjarlægðartakmarkanna höldum við ráðstefnuna á netinu. Ráðstefnunni verður streymt á vef Menntaskóla Borgarfjarðar, Facebooksíðu skólans, Vísi.is og á sjónvarpsstöðinni eSport þannig að hægt er að horfa á ráðstefnuna í góðum gæðum á kennarastofunni eða heima í stofu.
Hægt er að senda inn spurningar til fyrirlesara á Facebook og með því að senda tölvupóst á ráðstefnustjóra.
Ráðstefnan verður tekin upp og gerð aðgengileg á YouTube rás skólans.
Fyrir hverja
Allir eru hjartanlega velkomnir, þannig að þú lesandi góður mátt endilega deila þessari síðu með þeim sem þú telur að gætu haft áhuga á efninu.
Ráðstefnan er sérstaklega hugsuð fyrir þessa þrjá markhópa:
- Öllum þeim sem vinna að menntun, allt frá leikskóla til háskóla.
- Atvinnurekendur sem eru að spá í hvernig þeir eigi að bregðast við breytingum sem eru að verða í samfélaginu okkar í dag. Hvaða áhrif 4. iðnbyltingin mun hafa á starfsemi þeirra og hvernig unga kynslóðin mun hafa varðandi starfsval.
- Ungt fólk sem er að hugleiða hvernig þau eigi að haga námi sínu fyrir störf framtíðarinnar.
Skráning og upplýsingar
Skráning fer fram á eftirfarandi slóð https://forms.gle/FNrsCcZzmhAPPo9p7
Við munum uppfæra dagskrá og helstu upplýsingar á þessari síðu: https://menntaborg.is/radstefna/
Tengil á ráðstefnusíðuna á Facebook má finna hér: https://www.facebook.com/events/2943406532373208/
Dagskrá
Menntamálaráðherra opnar ráðstefnuna
Lilja D. Alfreðsdóttir
Menntamálaráðherra
Hver er staðan í dag?
Göngum í takt
Bragi Þór Svavarsson
Skólameistari, Menntaskóli Borgarfjarðar
Hver er framtíðin í menntamálum?
Það sem við höfum gert dugar ekki til að koma okkur þangað sem við þurfum að fara
Ingvi Hrannar Ómarsson
Nemandi við Stanford Graduate School of Education
Leitin að framtíðinni
Hlín Helga Guðlaugsdóttir
Hönnuður, kennari og ráðgjafi
Using Applied learning to create fullstack web developers in 3 months
Marcus Hammarberg,
Head of Curriculum & Quality, School of applied technology </SALT>
Hvað þýðir 4. iðnbyltingin fyrir nám?
Ólafur Andri Ragnarsson
Aðjúnkt við HR og rithöfundur
Hvers konar starfsfólk þarf atvinnulífið? (3 örerindi)
Sigurlína Ingvarsdottir
Verkfræðingur og starfsmaður hjá Bonfire Studios í LA.
Hæfni til framtíðar
Stefanía G. Halldórsdóttir
Framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar
Sigurður Hannesson,
Framkvæmdastjóri SI
Hvað vilja nemendurnir?
Eruð þið tilbúin fyrir okkur?
Bjarki Þór Grönfeldt
Doktorsnemi við Kent-háskóla í Bretlandi, fyrrverandi nemandi MB.
Hvert stefnum við?
Þegar framtíðin fékk spark í rassinn
Hjálmar Gíslason
Stofnandi og framkvæmdastjóri GRID
Panell
Umræðum stýrir Þórdís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar
Helena Guttormsdóttir, Lektor við landslagsarkitektúr við LBHÍ og stjórnarmaður í MB
Hjálmar Gíslason
Stefanía G. Halldórsdóttir
Marcus Hammarberg