Ríkislögreglustjóri lýsti í gær yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna sýkinga af völdum COVID-19. Mikil fjölgun smita undanfarna daga auka líkur á veldisvexti. Fyrst af öllu hvet ég ykkur kæru nemendur til að fylgja leiðbeiningum um einstaklingsbundnar smitvarnir, og virða gildandi takmarkanir. Nú reynir á að við stöndum saman og bregðumst við.
Samhliða auknu viðbúnaðarstigi hafa verið gefnar út nýjar reglur um takmörkun á skólastarfi. Starfsemin í MB þarf að taka mið af þeim og breyta okkar skipulagi. Markmið okkar er að bjóða upp á staðnám í eins miklum mæli og reglurnar leyfa okkur og er skynsamlegt. Hér að neðan má sjá hvernig skipulagið verður næstu viku 6. – 9. október.
MB tók þá ákvörðun strax að leggja áherslu á að koma til móts við þá nemendur sem hófu nám í haust og nemendur á Starfsbraut. Með það fyrir augum þá munum við vera með tvo aðskilda hópa í staðkennslu í MB næstu vikuna. Allir nýnemar verða í tveimur hópum. Í sumum tilfellum munu tveir kennarar vera með hópnum. Með þessu móti er hægt að skipta nemendum sem mæta í tvo aðskilda hópa og innan við 30 í hverjum hópi. Einhverjir nemendur fá breytta stundatöflu og hefur hún nú þegar verið send viðkomandi nemanda og forráðamanni/foreldri. Ekki munu allir áfangar nemenda á fyrsta ári verða kenndir í staðnámi.
- Eftirfarandi áfangar verða í staðkennslu næstu viku 6. – 9. október.
- DANS2LH05, DANS1GR04, ENSK1OM04, ENSK2LSS05, ISLE1UN04, ISLE2RB05, STÆR1FO04, STÆR2AA05, LÍFS1NÁ01
- Kennsla í Íþróttum fellur niður
- Aðrir áfangar en hér að ofan verða kenndir í fjarnámi og samkvæmt stundaskrá
- Kennsla mun halda áfram á námsvef MOODLE, í gegnum TEAMS, með samskiptaforritum svo sem FB og fleiri. Kennarar munu ekki allir nota alveg sömu tækni en munu kynna ykkur nemendum þá leið sem hentar þeim og þeirra námsefni.
- Við höldum áfram að vinna eftir kennsluáætlun sem fyrir liggur, mögulega verða gerðar breytingar en kennari tilkynnir það þá
- Kennari verður online á þeim tíma sem kennslustund á að vera samkvæmt stundaskrá
- Mæting verður tekin á þeim tíma sem kennslustundir eiga að vera
- Verkefnaskil verða alveg eins og verið hefur
- Þeir nemendur sem mæta í skóla mega allir nota aðalinngang skólans en verða að fara þaðan beint í sína „heimastofu“.
- Nemendur mega ekki dvelja á göngum eða opnum rýmum
- Hópur 1 á heimastofu í hátíðarsal (sjá hópnúmer í stundaskrá)
- Hópur 2 á heimastofu í stofu 201 (sjá hópnúmer í stundaskrá)
- Nemendur á Starfsbraut mæta í sína stofu.
- Ef nemendur vilja dvelja í skólanum utan staðkennslustunda, þá þurfa þeir að hafa aðsetur í sinni heimastofu og virða fjarlægðarmörk
- Mötuneytið verður lokað um óákveðinn tíma.
- Nemendur skulu bera grímu alltaf nema þegar setið er í sínu sæti í sinni heimastofu
- Starfsfólk skal alltaf bera grímu í skólahúsnæði
Við í MB erum þess fullviss við getum í sameiningu haldið áfram okkar striki við þessar breyttu aðstæður. Í MB er námsmat sem að byggist á leiðsagnarmati en formleg annarpróf í lok anna eru ekki til staðar. Við metum vinnu ykkar jafnóðum allan námstímann. Námsmatið í MB felur því í sér, að einkunnir nemenda fyrir verkefni og próf safnast saman og reiknast saman til lokaeinkunnar. Leiðasagnarmatið gerir það að verkum að við eigum auðvelt með að meta námsárangur ykkar og að við höldum okkar striki og vinnum eftir kennsluáætlunum
Ég vil einnig minna ykkur á að þið getið alltaf leitað hingað á skrifstofuna í síma 4337700 ef ykkur vantar upplýsingar eða aðstoð. Eins má alltaf hringja í mig!
Minni einnig á að alltaf er hægt panta rafrænt viðtal hjá Ellu námsráðgjafa, alla daga vikunnar.
Skólameistari
Bragi Þór Svavarsson