Rætt um kennslufræði í MB

RitstjórnFréttir

IMG_0389Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, átti fund með kennurum og skólastjórnendum í Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skömmu. Ingvar, sem starfað hefur að rannsóknum á kennslu um árabil, ræddi um nám og kennsluhætti 21. aldarinnar og nauðsyn þess að kennarar endurskoði starf sitt og kennsluhætti reglulega með tilliti til þarfa nemenda og breytinga í samfélaginu. Hann tók fjölmörg dæmi af nýjungum í skólastarfi og nýstárlegum kennsluaðferðum sem hafa gefið góða raun. Fjörugar umræður sköpuðust á fundinum og hafa þær reyndar haldið áfram á kennarastofunni síðan!