Árlegt framhaldsskólamót í hestaíþróttum fór fram laugardaginn 29. mars síðastliðinn. Mótið var haldið í nýrri reiðhöll hestamannafélagsins Spretts á Kjóavöllum í Kópavogi. Af hálfu Menntaskóla Borgarfjarðar kepptu Guðbjörg Halldórsdóttir, Guðný Margrét Siguroddsdóttir, Sigrún Rós Helgadóttir og Þorgeir Ólafsson. Mótið var gríðarlega sterkt og árangur liðs MB góður en Guðný Margrét hreppti 5. sæti í fjórgangi og Þorgeir Ólafsson 3. sæti í fimmgangi og 6. sæti í tölti.
Um kvöldið tók hópurinn ásamt fleiri skólafélögum þátt í Vesturlandssýningunni í reiðhöllinni í Borgarnesi. Sýningin tókst vel og ljóst er að margt fjölbreytt og skemmtilegt felst í hestamennskunni. Átta ungmenni úr MB sýndu listir sínar á sýningunni, þau Atli Steinar Ingason, Ágústa Rut Haraldsdóttir, Guðbjörg Halldórsdóttir, Guðný Margrét Siguroddsdóttir, Máni Hilmarsson, Ólafur Axel Björnsson, Sigrún Rós Helgadóttir og Þorgeir Ólafsson.