Kennsla hófst hér í MB fimmtudaginn. Það var frábært að sjá nemendur hér í skólanum og við vonum að þannig verði það áfram. Líkt og áður hefur komið fram er skipulag kennslu á þessari vorönn með talsvert breyttu sniði. Breytt hefur verið í 60 mínútna kennslustundir og eins eru vinnustofur tvo daga í hverri viku. Þetta nýja fyrirkomulag gefur kennurum tækifæri til að sinna öllum nemendum betur ásamt því að nemendur fá betri tækifæri til að skipuleggja námið eftir aðstæðum og vinnuálagi hverju sinni.
Gleðilegt ár