Athugun á stöðu kynjanna í fjölmiðlum

RitstjórnFréttir

megan_fox_supergirl_2_by_thiagoca-d52h6bq(1)Á dögunum gerðu nemendur í kynjafræði athuganir á stöðu kynjanna í fjölmiðlum. Stefnir Ægir Stefánsson og Óli Valur Pétursson fjölluðu um tölvuleiki og ofurhetjur. Óli Valur byrjaði á að skoða hlutfall kvenna og karla í ofurhetjuheimunum og niðurstöðurnar voru sláandi. Hlutfall kvenna sem eru þekktar ofurhetjur er ótrúlega lágt. Í raun svo lágt að í 100 mest seldu teiknimyndasögunum var hlutfall kvenna einungis 7%. Stefnir Ægir skoðaði sína eigin tölvuleiki og aflaði sér upplýsinga á netinu. Hann komst að því að konur virðast ekki skipta miklu máli við sögurnar og eru oftast notaðar sem skraut.

Kennari í kynjafræðiáfanganum er Ívar Örn Reynisson.