Í MB í dag á degi íslenskrar tungu fór fram ljóðasamkeppni á meðal nemenda. Keppnin fór þannig fram að allir hópar fengu eina blaðsíðu úr sömu bók og áttu að vinna með þau orð sem þar komu fyrir. Mikil ánægja var með þátttöku nemenda sem unnu að ljóðagerðinni bæði sem einstaklings- og hópaverkefni. Sigurvegarinn var Eygló Sunna með eftirfarandi ljóð:
Hún hraðaði sér
í gegnum manngrúann
með farangur sinn í báðum
höndum.
Hún tók ekki eftir manninum
fyrr en hann rakst næstum á hana.
Hún stansaði og leit á hann
sljóum augum, óttinn
smaug um hana alla.
Hún var búin að gleyma því.