Úskriftarnemar við MB vinna nú að lokaverkefnum sínum við skólann. Viðfangsefni nemenda eru fjölbreytt, m.a. má nefna jákvæða slálfræði, hvað er gott uppeldi? kaffi, kvíða og streitu, PCOS, þjóðhátíðir í Vestmannaeyjum, ógreint ADHD o.fl. Nemendur kynntu verkefni sín og svöruðu fyrirspurnum á málstofu sem haldin var í gæt miðvikudaginn 11. október. Kynningarnar voru afar góðar, áhugaverðar og augljóst að nemendur hafa lagt metnað í vinnuna.