Undanfarnar vikur hafa nemendur í félagsfræði gert könnun um fjölmiðlanotkun unglinga. Samanlagðar niðurstöður eru þær að 648 konur og 395 karlar tóku þátt samtals í könnununum og samtals voru þetta 1043 manns. Konurnar voru í meirihluta eða um 62.1% og karlarnir voru 37.9%.
Flestir þáttakendur eða 58,7%, sögðust fylgjast með fjölmiðlum 2-4 klukkustundir á dag. Næst flestir, eða 19,1% sögðust fylgjast með fjölmiðlum 5-7 klukkustundir á dag, og þar á eftir 0-1 klukkustund eða 17,7%. Fæstir sögðust fylgjast með fjölmiðlum 8 klukkustundir eða meira á dag.
Einnig var spurt hvaða netfjölmiðla fólk notaði mest og voru 881 manns sem sögðust nota Snapchat mest. Þar á eftir kom Facebook og voru 867 manns sem völdu það. Á eftir því kom Instagram og voru 618 sem völdu það. Því næst kom Twitter og voru það 179 manns, visir.is sem voru 105 manns, mbl.is sem var 88 manns. 72 völdu Youtube og þar á eftir kom Menn.is og völdu það 70 manns. 29 manns völdu Bleikt.is og 23 manns völdu annað.
Eins og má sjá hér spurðum við hvaða sjónvarpstöðvar horfðu fólk á mest. Flestir segjast horfa á Netflix. Næst á etir því kom Stöð2. Þá kom í ljós að flest ungt fólk horfir frekar á afþreyingarefni í sjónvarpinu heldur en fréttir og flestir horfa á sjónvarpið í 1-2 klukkutíma á dag.