Westside

RitstjórnFréttir

Westside var haldið fimmtudaginn 27. janúar. Á Westside hittast nemendur framhaldsskólanna þriggja á Vesturlandi og eiga góða stund saman. Fjörið byrjaði kl. 17. með því að keppt var í nokkrum keppnisgreinum eins og fótbolta, körfubolta, blaki, boccia og spurningakeppni í anda Gettu betur. Það voru nemendur í Menntaskóla Borgarfjarðar sem unnu keppnina þetta árið og fengu faraldbikar að launum. Um kvöldið var svo haldið ball í sal skólans, þar sem Friðrik Dór, Jón Jónsson og DJ Róbert Ke sáu um fjörið. Allt fór þetta vel fram og nemendum skólanna til sóma.