Nemendur frá CIS framhaldskólanum í Svíþjóð að vinna í MB

Heimsókn frá Svíþjóð

RitstjórnFréttir

Nú erNemendur frá CIS framhaldskólanum í Svíþjóð að vinna í MB hópur frá CIS framhaldsskólanum í heimsókn í MB. CIS skólinn er frá Kalmar í Svíþjóð. Hópur frá MB fór til Svíþjóðar í haust og hitti hópinn sem nú er komin til landsins. Verkefnið sem nemendur eru að vinna saman er að kanna auðlindir þessara tveggja landa og hvernig þær eru nýttar. Nemendur gista á heimilum nemenda MB. Þau kynnast þannig íslenskum heimilum og koma með þeim í skólann. Þau ferðast síðan um og skoða ýmislegt sem snýr að auðlindum og hvernig þær eru nýttar. Unnið er svo í hópum úr því sem þau sjá og heyra.

Hér má sjá ferðatilhögun
19. maí kl.15:00 – 20:00 Keflavíkurflugvöllur – Bláa Lónið – Borgarnes  CIS kemur um kl 20:00 til Borgarness
20. maí kl. 08:00 – 12:00. Skoðunarferð á Grundartanga og Akranes  Síðan vinna í hópum í MB.
Kl. 20:00 tekur ísl. hópurinn formlega á móti CIS hópnum í Menntaskólanum
21. maí kl. 08:00 – 20:00  Hellisheiðarvirkjun – Búrfellsstöð – Fljótshlíð.Eldgosið mögulega skoðað.
22. maí kl. 08:00 – 17:00  Hvanneyri, Reykholt og Húsafell
23. maí kl 10:00 – 20:00 Gullni hringurinn.  Þingvellir – Gullfoss – Geysir
24. maí.   Frídagur – Frjáls dagur
25. maí.   Vordagur í MB.  Kynning verkefna í lok dags.
26. maí kl 03:15 heimferð