Leikfélag nemendafélags skólans er að setja upp leikritið „Dark Side of the moon“ Þetta er frumsamið verk út frá einni vinsælustu plötu heims í gegnum spuna af leikstjóranum Bjarti Guðmundsyni og leikhópnum. Á endanum verður síðan sett saman heilstætt verk með tónlist, dansi og öllu tilheyrandi. Þetta verk hefur ekki verið sett upp áður og er farið að vekja mikla athygli. Frumsýning á leikverkinu er áætluð í lok mars.
Pink Floyd er ein vinsælasta hljómsveit heims og Dark side of the moon er þeirra vinsælasta plata og var í 741 viku á lista yfir mest seldu plötur heims. Eins og áður segir er þetta farið að vekja mikla athygli og hafa komið greinar í Skessuhorni, Pressunni og Monitor
Bjartur Guðmundsson útskrifaðist úr leikaranámi frá Listaháskóla Íslands vorið 2009.
Hann hefur bæði leikið og leikstýrt. Meðal verka sem hann hefur leikið í er Grease og Krisuberjagarðurinn