Menntaskóli Borgarfjarðar og Stéttarfélag Vesturlands hafa endurnýjað samkomulag um sálfræðiþjónustu fyrir nemendur skólans.
Við í Menntaskóla Borgarfjarðar eru þakklát fyrir þennan velvilja sem stjórn Sjúkrasjóðs Stéttarfélags Vesturlands sýnir nemendum MB. Það er framsýnt stéttarfélag sem lætur sig varða andlega og/eða félagslega erfiðleika ungs fólks.
Framkvæmd er þannig háttað að tilvísun frá náms- og starfsráðgjafa MB veitir nemanda rétt á endurgreiðslu/styrk allt að fjórum sálfræðitímum á skólaári. MB greiðir fyrsta tímann og Sjúkrasjóður Stéttarfélags Vesturlands næstu þrjá, að hámarki.
Á meðfylgjandi mynd eru Bragi Þór Svavarsson skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar og Silja Eyrún Steingrímsdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands.