Við bendum nemendum MB á að í dag hefur verið opnað fyrir stundaskrár í INNU. Allir nemendur og forráðamenn átján ára og yngri geta séð stundaskrá með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum, sjá tengil hér; https://inna.is/
Nýnemar mæta í skólann föstudaginn 16da ágúst klukkan 10:00 – 12:00, við hvetjum alla nýnema að mæta með tölvu strax fyrsta daginn ! Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá mánudaginn 19. ágúst.
Við vekjum athygli á að hægt er að sjá nöfn áfanga í stundaskrá og bókalisti er aðgengilegur á heimasíðu skólans. https://menntaborg.is/namid/bokalistar/
Kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn er fimmtudaginn 22. ágúst klukkan 20:00