Almenningssamgöngur

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Líkt og síðustu ár mun Borgarbyggð opna skóla- og tómstundabíla sveitarfélagsins fyrir almenningi þannig að öll geta keypt sér far með bílunum.  Í vetur verða bílarnir opnir alla virka daga þegar starfræktur er grunnskóli í GB eða GBF.

Nemendum býðst að fara með skólabílum frá sínu heimili til Kleppjárnsreykja, þaðan með sérferð í Borgarnes með viðkomu á Hvanneyri. Bíllinn kemur í Borgarnes rétt fyrir klukkan 09:00 en þá hefst kennsla í MB.

Þá stendur nemendum til boða að fara með skólabíl frá Varmalandi og Bifröst í Bauluna og þaðan er farið í Borgarnes. Farið er með eið 63 kl. 7:39 frá Varmalandi og kl. 7:45 frá Baulunni.  Komutími í Borgarnes er upp úr kl. 8:00

Að lokum býðst nemendum að nýta sér þá skólabíla sem fara frá Mýrunum sem koma í Borgarnes um 8:00 alla virka daga eða skv. skóladagatali Grunnskólans í Borgarnesi. Skólinn er alltaf opinn frá kl. 07:15 að morgni þótt kennsla hefjist ekki fyrr en klukkan 9:00. Við hvetjum nemendur til að nýta sér þessa frábæru þjónustu þegar hún hefst frá og með 23ja ágúst!

Hægt er að fá upplýsingar um leiðir skólabíla og skipulag hjá Borgarbyggð.