Jólamatur

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Sú hefð er í heiðri höfð í MB að á síðustu dögum fyrir jólafrí borða nemendur og starfsfólk skólans saman jólamáltíð. Yfirleitt samanstendur hún af hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi og gómsætum eftirrétti sem Sólrún og Rakel framreiða af stakri snilld (sjá má fleiri myndir á facebook síðu MB).