Árshátíð Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar (NMB) var haldin hátíðleg þriðjudagskvöldið 11. febrúar. Veislustjóri var Jón Jósep Snæbjörnsson eða Jónsi í Svörtum fötum eins og hann er oft kallaður og fórst honum það verkefni vel úr hendi. Foreldrar sáu um veitingarnar, framreiðslu og frágang eins og hefð er fyrir.
Skemmtiatriði voru af ýmsum toga, nemendur sýndu myndband þar sem gert var góðlátlegt grín að nemendum og starfsfólki og nokkrir þeirra vorum með frábær söngatriði. Undir lok árshátíðar tóku nemendur og starfsfólk lagið saman undir stjórn Orra Sveins. Nemendur og starfsfólk skemmtu sér því konunglega saman yfir borðhaldi og skemmtiatriðum. Stjórn NMB og skreytinganefnd stóðu sig vel í undirbúningi fyrir árshátíðina.