Mín framtíð

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

MB tekur þátt í framhaldsskólakynningunni Mín framtíð sem jafnframt er Íslandsmót iðn- og verkgreina. Þessi spennandi viðburður er haldinn í samvinnu við Mennta- og barnamálaráðuneytið, sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina. Þetta er frábært tækifæri til að skoða námsleiðir framhaldsskólana og spjalla við nemendur grunnskóla.  Gert er ráð fyrir að á bilinu 9.000 til 10.000 grunnskólanemendur mæti á viðburðinn.   Kynning MB hefur gengið mjög vel og nemendur okkar staðið sig með prýði við kynningu skólans.