
Það er ómetanlegt fyrir bæði nemendur og kennara í MB að fá tækifæri til að segja frá og sýna okkar sterku hliðar. Það er ekki síður mikilvægt að fá innsýn inn í hvernig STEAM nám og kennsla er þróuð í öðrum löndum. Vikan byrjar vel þar sem nemendur unnu saman að hugmyndasköpun í STEAM bootcamp í morgun þar sem áskoranir í tengslum við skógrækt á Íslandi og skógarelda í Portúgal. Nemendur unnu saman að hugmyndum til að mæta þessum áskorunum. Meðal hugmynda var að nota líftækni til að þróa harðgerar plöntur, þróa tækni og tæki til að dreifa fræum á hrjóstrugum og illfærum stöðum og áfram mætti telja.