Ungir frumkvöðlar í MB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Um síðast liðna helgi tóku þær Rakel Ösp, Sunneva og Viktoria þátt í Ungir frumkvöðlar – vörumessa 2025, þar sem þær kynntu vöru sína TónLjós. TónLjós byrjaði sem verkefni í STÍM áfanga en þróaðist í átt að viðskiptahugmynd, þar sem hugmyndin var að búa til kerti í samstarfi við íslenskt tónlistarfólk. Kynningin tókst afar vel og voru stelpurnar mjög ánægðar með viðtökurnar. Við í MB erum afar stolt af okkar frábæru nemendum.