Lára Lárusdóttir stúdent frá Menntskóla Borgarfjarðar og fyrrum kennari lést þann 9. janúar s.l. Útför Láru fer fram í dag, 24. janúar, klukkan 14:00 frá Reykholtskirkju.
Það er með virðingu og þakklæti sem starfsfólk og nemendur minnast Láru. Vera hennar í MB einkenndist af vandvirkni, samviskusemi og sérstakri umhyggju fyrir sínu samstarfsfólki og nemendum. Sem kennari var Lára nemendum góður vinur og var einlæg í þeirri viðleitni að efla alla þá sem hún kynntist. Lára var ekki að trana sér fram að óþörfu, en alltaf var stutt í hlátur og einlæga gleði.
Við sendum nánustu fjölskyldu og vinum Láru okkar innilegustu samúðarkveðjur, megi minning um góða konu lifa í hjörtum okkar allra.
Fyrir hönd starfsfólks og nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar
Bragi Þór Svavarsson, skólameistari
