Hreggviður Hreggviðsson Borgnesingur og stýrimaður á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni kom í heimsókn í tíma til nemenda í náttúrufræði með sýnishorn af ýmsum dýrategundum úr hafdjúpinu.
Þarna var um að ræða margar nytjafiskategundir okkar Íslendinga auk fiskategunda sem sjaldan ber fyrir augu almennings – t.d. djúpsjávarfiska af um 2000 metra dýpi. Jafnframt því að fá að handleika þessar skepnur sjávarins fengu nemendur ýmsan annan fróðleik um lífshætti þeirra.