Covid-19 upplýsingasíða

Á þessari síðu má finna ýmsan gagnlegan fróðleik þegar að kemur að COVID – 19

Viðbragðsáætlun (Uppfærð 09.mars 2020) MB má nálgast hér https://menntaborg.is/wp-content/uploads/2020/03/Vo%CC%88rn-gegn-va%CC%81_MB-09.03.2020.pdf

Verklagsreglur ef upp kemur smit hjá nemanda eða starfsmanni í MB
verkferill við covid19

20.9.2020 – – Grímuskylda

Eins og ekki hefur farið fram hjá neinum þá hefur hefur smitum vegna kórónu­veirunnar fjölgað verulega síðustu daga. Því er nú sérstaklega mikilvægt að við fylgjum sóttvarnarreglum til hins ítrasta. Það er aldrei of oft sagt að „við erum almannavarnir“.

Í ljósi tilmæla sóttvarnarlæknis munum við grípa til enn frekari aðgerða sóttvarna en verið hefur. Við viljum að allir, bæði starfsfólk og nemendur noti alltaf grímu í aðstæðum þar sem ekki er hægt að viðhafa a.m.k. 1 metra fjarlægð (svo sem þar sem kennari þarf að koma nær nemanda til að hjálpa honum).

Frá og með morgundeginum viljum við ekki sjá neinar undantekningar á þessu hvorki hjá nemendum né starfsfólki. Því biðjum við alla um að hafa meðferðis grímu(r) á morgun. Eins mun MB útvega grímur þegar mætt er í skólann.

Við viljum einnig að nemendur og starfsfólki mæti alls ekki í skólann ef þeir eru með einkenni COVID og tilkynni þá veikindi gegnum INNU.

 

17.9 2020

Skólahald í MB hefur gengið vel síðustu vikur þrátt fyrir þær takmarkanir sem við búum við vegna COVID- 19.  Það er ekki sjálfgefið að hér í skólanum stundi allir nám í húsnæði skólans og fái persónulega leiðsögn kennara í kennslustofu.

 

Tíðindi síðustu daga um fjölgun sýktra einstaklinga á Íslandi  minna okkur  illþyrmilega á að veiran er til staðar og við verðum að fara varlega. Það er mikilvægt að við sem störfum, nemum eða stöndum að MB munum að enginn ber meiri ábyrgð en við sjálf þegar kemur að því að halda henni í skefjum.

Að gefnu tilefni viljum við því hvetja alla til að sinna handþvotti, sóttvörnum og virða fjarlægðarmörk.

 

5.9.2020

Breytingar á sóttvarnarreglum taka gildi mánudaginn 7. september (áfram 1 meters reglan en breyting á fjöldatakmörkunum; 200 í stað 100).  Þessar breytingar hafa eftirfarandi áhrif í MB:

 

 • Áfram höldum við meters reglunni
 • Sumir hópar færast í sínar stofur – skoða Innu og endurhlaða (refresh) stundatöflu
 • Allir ganga inn um aðalinngang skólans og innangengt á milli hæða

ALLIR HALDA ÁFRAM PERSÓNULEGUM SÓTTVÖRNUM – þvo hendur, spritta, hósta/hnerra í olnbogabót og halda fjarlægðarmörk, innan sem utan skólans.

25.8. 2020

Hér má sjá takmarkanir á skólahaldi í auglýsingu sem tók gildi 21. ágúst sl. og gildir til 29. september næstkomandi  https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=611e72ee-1ee1-4d4f-a09a-1e59feef3363

19.8.2020 —-

Skólastarf og skipulag mun bera keim af takmörkunum vegna COVID -19.

Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út nýja auglýsingu um takmörkun á samkomum vegna farsóttar  sem tekur gildi 14. ágúst og gildir til 27. ágúst. Byggt á þessum tillögum getum við í MB skipulagt starf okkar næstu vikur.  Við biðjum nemendur og forráðamenn að kynna sér þetta vel!  

https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Augl%c3%bdsing%20um%20takm%c3%b6rkun%20%c3%a1%20samkomum%20vegna%20fars%c3%b3ttar%20dags.%2012.%20%c3%a1g%c3%bast.pdf

Kennsla verður þó ekki með hefðbundnu sniði heldur þarf að taka tillit til þeirra reglna sem okkur eru settar.

Hér að neðan má sjá til hvaða ráðstafana við grípum til að koma til móts við nýsettar reglur:

 • Uppröðun í kennslustofum er þannig að nemendur sitja ávallt einir með að lágmarki einn metra á milli.
 • Til að fylgja fjöldatakmörkunum verður skólanum skipt  í þrjú svæði með sér inngangi
  • Gengið er inn á þremur stöðum. Aðalinngangur, bakdyramegin og hjá eldhúsi.
  • Athugið að ekki er hægt að fara á milli hólfa nema að fara út og inn um réttan inngang. Við innganga eru sótthreinsistöðvar sem á að nota.
 • Kennarar munu í einhverjum tilfellum bera grímur í kennslustundum til að auka öryggi, það er ekki skylda að gera slíkt en hinsvegar mjög eðlileg varúðarráðstöfun.
 • Í öllum rýmum skólans er fjöldi sótthreinsistöðva, nemendur eru hvattir til að sótthreinsa sig reglulega og handþvottur er mjög mikilvægur.
 • Þrif og sótthreinsun verður stóraukin á skólatíma, það er á ábyrgð kennara að sótthreinsa öll borð í lok kennslustunda.
 • Starfsemi mötuneytis verður með breyttu sniði
  • Boðið verður upp á hádegismat en allur matur skammtaður

Starfsfólk skólans mun gera allt til að nemendur geti stundað nám sitt. Það er þó ljóst að þessar ráðstafanir eru allar gerðar til þess að lágmarka hættuna á því að smit komi upp og því mjög mikilvægt að nemendur og starfsfólk fari í einu og öllu eftir reglum

 

11.08 2020.—- Gildandi takmarkanir Almannavarna má lesa um hér.

04.08.2020.— Við í MB fylgjumst grannt með framvindu mála og munum bregðast við og láta vita ef hertar reglur hafa  áhrif á skólabyrjunina en á áætlun er að  skólinn hefjist með afhendingu stundaskrár og dagskrá fyrir nýnema þann 19. ágúst og kennsla skv. stundaskrá hefst fimmtudaginn 20. ágúst (frétt á heimasíðu)