Fimmtudaginn 26. ágúst var haldinn 07-08-09-10 fundur. Þetta er fundur með öllum nemendum skólans og starfsfólki. Ársæll skólameistari fór yfir ýmsa þætti í starfi skólans eins og umgengni og skólareglur. Einnig fór hann yfir skóladagatalið og hvað er framundan í skólastarfinu. Lilja sagði stuttlega frá Innu og Námskjá. Fullrúar frá nemendafélaginu kynntu nemendafélagið og hvað væri framundan á vegum þess. Þar má nefna haustferð, söngvakeppni og Áskorendadaga.