2smart2start – Erasmus

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Erasmus verkefnið 2smart2start sem hófst árið 2019 hefur legið í dvala í 2 ár vegna covid. Nú erum við að fara af stað aftur og fyrstu tveir fundirnir verða rafrænir í gegnum Teams. Á mánudag var rafrænn fundur á Teams með um 150 nemendum frá fimm löndum (Ísland, Finnland, Pólland, Rúmenía, Tyrkland).
Tyrkirnir eru „gestgjafar“ þessa viku. MB verða svo rafrænir „gestgjafar“ í lok mars.
Á þessum rafræna fundi kynntu nemendur heimabæina sína og skólana, Tyrkir sögðu frá tyrkneska skólakerfinu og nemendur kepptu í Kahoot. Nemendur skiptust á valentínusarkveðjum á Padlet þar sem áhresla var á vinskap og góðvild/vinsemd https://padlet.com/merja_tissari/emnl8z340b1c
Verkefnið mun standa yfir alla þessa viku með rafrænum fundum annan hvern dag og ýmissi vinnu nemenda hina dagana. Meðal þess sem gert verður er að nemendur hafa skipst á uppskriftum af hefðbundum réttum landanna og munu svo reyna sig við að baka/elda hver á sínum stað. Þáttakendur frá MB eru nemendurnir Jara Natalía F. Jonhson, Lilja Gréta F. Johnson, Lísbeth Inga Kristófersdóttir og Steinunn Lára Skúladóttir
Umsjón með verkefninu hafa þær Ásthildur Magnúsdóttir og Elín Kristjánsdóttir