Aðalfundur foreldraráðs Menntaskóla Borgarfjarðar

Ritstjórn Fréttir

MBMánudaginn 24. október nk. verður haldinn aðalfundur foreldraráðs Menntaskóla Borgarfjarðar, en í lögum um framhaldsskóla segir að við hvern framhaldsskóla skuli starfa foreldraráð. Sitjandi stjórn hefur setið í ráðinu frá stofnun þess en eiga útskrifuð ungmenni þannig að nú er komið að endurnýjun. Seta í foreldraráði er áhugaverð, skemmtileg og alls ekki tímafrek og því eru allir foreldrar sem eiga ungmenni í skólanum hvattir til að mæta og gefa kost á sér.

Fundurinn verður í stofu 101 í húsnæði Menntaskólans og hefst klukkan 20:00.