Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar

RitstjórnFréttir

Boðað er til aðalfundar Menntaskóla Borgarfjarðar ehf.  föstudaginn 22. ágúst  nk. kl. 12:00. Fundurinn verður haldinn í húsnæði skólans Borgarbraut 54. Fundarefni, venjuleg aðalfundarstörf. Dagskrá samkvæmt grein 3.2 í samþykktum félagsins:

1. Skýrsla stjórnar

2. Ársreikningur lagður fram til samþykktar

3. Kosning stjórnar

4. Kosning endurskoðunarfélags til eins árs

5. Ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað eða tap félagsins og framlög í varasjóð

6. Ákvörðun um greiðslur til stjórnarmanna fyrir störf þeirra á starfsárinu

8. Önnur mál löglega borin upp

Borgarnesi  6. ágúst 2014

Kolfinna Jóhannesdóttir, skólameistari