Kór Menntaskóla Borgarfjarðar tók þátt í aðventutónleikum Kóraborgar í Reykholtskirkju fimmtudaginn 1. desember sl. Stjórnandi kórsins er Jónína Erna Arnardóttir. Á tónleikunum komu fram ásamt kór Menntaskólans, Kór Saurbæjarprestakalls, Kór Borgarneskirkju, Samkór Mýramanna, Freyjukórinn, Gleðigjafar: Kór eldri borgara, Kór Stafholtskirkju, Karlakórinn Söngbræður og Reykholtskirkjukórinn.
