Æft af kappi fyrir Gettu betur

RitstjórnFréttir

Æfingahópur Getspekifélags Menntaskóla Borgarfjarðar hefur æft reglulega síðan í september. Ófáum spurningum hefur verið svarað og ýmsar staðreyndir, fréttir og fróðleikur rifjaður upp til að leggja á minnið fyrir komandi átök í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Keppnin fer fram eftir áramót og er að vanda á RÚV, fyrst á Rás 2 og síðar í Sjónvarpinu. Á síðustu tveimur æfingum hefur æfingahópurinn fengið heimsókn frá efnilegu keppnisliði Grunnskólans í Borgarnesi sem býr sig nú undir keppni í Spurningakeppni grunnskólanna. Hóparnir hafa keppt hvor á móti öðrum og einnig æft saman með góðum árangri. Í desember mun æfingum æfingahóps MB fjölga þar sem nær dregur keppni. Í bígerð eru æfingaviðureignir við keppnislið FVA, keppnislið MB frá því í fyrra og ónefnt stjörnulið úr héraði. Fylgjast má með æfingahópnum og starfi Getspekifélags MB með því að viðlíka félagið á samfélagsvefnum þekkta, Facebook.

Æfingahóp MB skipa: Þorkell Már Einarsson, Eyrún Baldursdóttir, Tinna Sól Þorsteinsdóttir,  Sveinn Jóhann Þórðarson,  Bárður Bjarkarson og Bjarki Þór Grönfeldt.

Keppnislið Grunnskóla Borgarness skipa:  Hlöðver Skúli Hákonarson, Sandri Shabansson og Inga Dís Finnbjörnsdóttir.

Þjálfari æfingahóps MB er Heiðar Lind Hansson.

zp8497586rq