Áfangaval

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar hefur frá stofnun lagt mikinn metnað í að hafa í boði fjölbreytta áfanga fyrir nemendur til að velja úr. Nú stendur yfir val nemenda fyrir vorönn 2021 og óhætt er að segja að framboðið sé fjölskrúðugt. Allir nemendur geta valið áfanga þvert á sínar námsbrautir en auk þess eru nú í boði 10 áfangar sérstaklega á vorönn. Hér má sjá hvaða áfangar það eru.  Sumir þessir áfangar eru kenndir „utan töflu“ meðan aðrir eru kenndir á hefðbundnum skólatíma. Það skal tekið fram að ef ekki fæst viðunandi fjöldi í áfanga munu þeir ekki verða kenndir.

Að lesa bók er ekkert djók!  – Yndislestur,  Afþreyingarsálfræði, Borgarfjörður – fjall-fjara-flóra-fauna, Fornleifafræði, NBA körfuboltinn, Photshop og myndavélin í snjallsímanum, Rafíþróttir Skapandi hugsun / Creative thinking, Útivist – gönguferð, Vísindaenska