Áheyrnarprufur vegna Litlu hryllingsbúðarinnar

RitstjórnFréttir

Hinn sívinsæli söngleikur, Litla hryllingsbúðin eftir Menken og Ashman, er verkefni Leikfélags Menntaskóla Borgarfjarðar nú á haustönn. Tónlistin í Litlu hryllingsbúðinni er í anda sjöunda áratugar 20. aldar. Mörg þekkt lög eru í söngleiknum; nefna má Þú verður tannlæknir og Gemmér sem Íslendingum eru að góðu kunn. Litla hryllingsbúðin hefur verið sett á svið víða um heim og  hefur löngum verið vinsælt viðfangsefni áhugaleikfélaga.

Leikarinn og leikstjórinn, Bjarni Snæbjörnsson, hefur verið ráðinn til þess að leikstýra sýningum í MB. Bjarni hefur leikstýrt 5 uppfærslum á leikverkum, leikið fjölmörg hlutverk á sviði og kennt leiklist við Fjölbrautaskóla Garðabæjar.

Áheyrnarprufur fyrir sýninguna verða þriðjudaginn 9. október og hefjast klukkan 17.00. Dagskráin er á þennan veg:

17:00-18:00 – Upphitun, leikir og sprell.

18:00-19:00 – Söngprufur. Fólk syngur lag/lög að eigin vali. Það má  koma með undirspil sem tekið hefur verið upp, undirleikara, eigin hljóðfæri og einnig er hægt að syngja án undirspils.

19:00-21:00 – Leikprufur. Um er að ræða stutt leikið atriði á milli stráks og stelpu. Fólk getur parað sig saman fyrirfram og mætt undirbúið í prufurnar, en þeim sem hafa ekki mótleikara verður útvegaður einn slíkur á staðnum! Handritið verður aðgengilegt á Facebook-hóp Leikfélagsins. Þeir sem ekki eru í þeim hóp eru beðnir um að senda Bjarka Þór Grönfeldt skilaboð.

21:00-22:00 – Farið yfir lausa enda úr leik- og söngprufum.

Stjórn Leikfélags MB hvetur alla sem áhuga hafa á að vera með til að mæta, hvort sem áhuginn snýr að leik, söng, förðun, tækni eða öðru sem tengist hinni skemmtlegu vinnu við uppsetningu á leiksýningu.