Í haust eru skráðir í nám 172 nemendur og hafa þeir aldrei verið fleiri við MB. Þetta er gríðarstór áfangi og gleðilegur. Upphaf skólastarfs hefur gengið mjög vel í MB þetta haustið. Nemendur farnir að skila inn verkefnum í flestum áföngum enda eitt aðalsmerki skólans að við skólann er verkefnabundið nám sem þýðir að nemendur vinna jafnt og þétt alla önnina. Í þessari viku fórum nemendur í nýnemaferð til höfuðstaðarins og þar var farið í ratleik og ýmislegt sér til gamans gert. Mjög góð þátttaka var meðal nemenda. Fundur fyrir foreldra nýnema var mjög vel sóttur en þar fóru skólastjórnendur ásamt umsjónakennurum yfir það hvernig nám og kennsla fer fram við skólann. Í vikunni fundaði einnig hópur fagaðila sem eru að smíða námsefni fyrir nýja áfanga sem byrjað verður að kenna á vorönn og heita STEAM og er flaggskip skólaþróunarverkefnis skólans „Menntun fyrir störf framtíðar“