Angela og Elín Heiða tóku þátt í hæfileikakeppni

RitstjórnFréttir

2015-03-19 20.35.46Angela Gonder og Elín Heiða Sigmarsdóttir tóku þátt í hæfileikakeppni starfsbrauta sem fór fram í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ sl. fimmtudagskvöld. Þær fluttu lagið Undo sem Sanna Nielsen söng í Eurovision keppninni sl. ár fyrir Svíþjóð.  Starfsbrautir 15 skóla á landsvísu tóku þátt í keppninni.  Pollapönkarar ásamt Siggu Eyrúnu sem varð í öðru sæti í fyrra voru dómarar og spiluðu  tvö lög við mikla hrifningu allra viðstaddra.