Fimmtudaginn 10. mars var haldin árshátíð nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar. Húsið opnaði kl. 18.30 og byrjaði þetta frábæra kvöld á fordrykk, snittum og smáréttum í anddyri skólans. Allir voru prúðbúnir enda 1940 Hollywood þema sem gerði svaka flotta stemmningu. Sumir höfðu lagt mikið í klæðnað og hárgreiðslu.
Veislustjóri kvöldsins Ingi Björn Róbertsson bauð alla velkomna, þá hófst myndband frá sketsaflokknum „B-Team“ sem þótti einstaklega vel heppnað og endaði myndbandið á laginu „Ársæll“ sem hægt er að nálgast á netinu á : http://soundcloud.com/b-team/rsaell-lella-ft-ibbi-dalton . Eftir það hófst aðalrétturinn en í aðalrétt var lambalæri og hamborgarahryggur á hlaðborði og var það mál manna að maturinn hefði verið algjört lostæti. Þá var komið að því að hinn heimsfrægi Geir Ólafs mætti á svæðið og ætlaði allt um koll að keyra þegar hann tók nokkur frábær lög og var geysileg stemmning í salnum. Að því loknu var komið að Karlaklúbbnum Laxness að sýna sitt myndband en sá Karlaklúbburinn hefur sýnt myndband á öllum Árshátíðum NMB frá upphafi og þótti myndbandið takast einkar vel í ár. Eftir það voru tilkynntar tilnefningar til nokkra titla þar á meðal „Herra og Ungfrú MB en í ár voru það Arnar Hrafn Snorrason og Sólveig Heiða Úlfsdóttir sem fengu þann titil. Þá var komið að eftirrétta hlaðborðinu. Og eftir það flutti Magnús Daníel Einarsson framlag MB til Söngkeppni Framhaldsskólanna. Þá var dagskrá kvöldsins lokið í bili, og sleit veislustjórinn samkomunni. Ingi Björn Róbertsson sem fór gjörsamlega á kostum sem veislustjóri og reitti af sér brandaranna. Klukkutíma síðar hófst síðan árshátíðarballið en þar var það Hljómsveitin Akademían ásamt Dj Heiðari Austmann sem héldu uppi stuðinu og var gífurleg stemmning í húsinu. Árshátíðin var mjög vel heppnuð og komu margir að henni, kokkarnir, þjónarnir, gæslumenn og tæknimenn svo einhverjir séu nefndir fá sérstakar þakkir fyrir hjálpina. Sjá myndir Sjá video